Thursday, December 16, 2010

Jólaæfingataflan

Nú tekur við ný æfingatafla yfir jólin, æfingarnar verða allar á Ásvöllum og á eftirfarandi tímum:

Þri 21. des kl. 17-18
mið 22. des kl. 16-17
þri 28 des kl. 14:30-15:30
fim 30. des kl. 14:30-15:30

Hefðbundin æfingatafla vetrarins tekur svo aftur gildi miðvikudaginn 5. janúar. Æfingar skv. hefðbundinni töflu verða því ekki núna frá 16. des til og með 3. janúar, eingöngu þessar 4 æfingar sem taldar eru upp hér að ofan.

Wednesday, December 15, 2010

Körfuboltadagurinn 18. desember

Minni á körfuboltadaginn á laugardaginn 18. desember. Hann verður kl. 11-13, en ekki 10-12 eins og áður var auglýst. Hvet alla drengina að mæta, einnig að taka vini sína með. Margt skemmtilegt verður í boði.

Æfingin fimmtudaginn 16. desember fellur niður

Æfingin fimmtudaginn 16. desember fellur niður vegna leiks hjá meistarflokki karla í handbolta.

Sunday, December 12, 2010

Körfuboltadagur Hauka laugardaginn 18. desember

Það verður körfuboltadagur á Ásvöllum (allt húsið) laugardaginn 18 des.
frá kl. 10-12. Þetta er fyrir 8 ára til 12 ára krakka, bæði stelpur og
stráka. M.a. verður boðið uppá troðslukeppni frá meistarflokki karla í lok dagsins.

Frjáls tími á næstu æfingu

Það verður frjáls tími á æfingunni nk. þriðjudag kl. 17. Trampólíni verður stillt upp með stórri dýnu fyrir neðan eina körfuna og boðið uppá troðslur. Einnig verður spilað og farið í skotleiki. Hvet strákana til að taka með sér einn vin til að mæta með sér.

Wednesday, December 8, 2010

Stjörnuleikshátíð í Seljaskóla laugardaginn 11. desember


Það verður heilmikil hátíð á laugardaginn, þeir sem hafa tök á því ættu að kíkja á hátíðina.

Haukar - Stjarnan á morgun 9.12 kl. 19:15

Á morgun er heimaleikur á móti Stjörnunni, hvet alla stráka (og foreldra) að mæta á leikinn.

Einstaklingsæfing á morgun

Jökull og Fannar Logi eiga einstaklingsæfingu á morgun. Næstu einstaklingsæfingar eftir það verða síðan á nýju ári.

Monday, December 6, 2010

Engin æfing fimmtudaginn 9. desember

Æfingin 9. desember fellur niður vegna leiks Hauka og Stjörnunar í Iceland express deildinni. Fjölmennum á leikinn og hvetjum Haukana, leikurinn hefst kl. 19:15.

Friday, December 3, 2010

Æfingin á sunnudaginn 5. desember

Emil Barja mun stýra æfingunni nk. sunnudag í fjarveru minni. Æfingin er skv. töflu, eða kl. 17 á Ásvöllum.

Sunday, November 28, 2010

Helgin

4 leikir voru spilaðir um helgina, sá fyrst var gegn heimaliðinu Reykdælum. Okkar drengir fóru hægt á stað og voru nokkuð lengi að finna sig, en enduðu fyrri hálfleikinn vel og leiddu með 2 stigum. Seinni hálfleikurinn var hins vegar ekki góður og sóknarleikurinn stirður. Leikurinn endaði með 12 stiga tapi 39-27. Vítanýting liðsins 4/8, eða 50%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 7, Siggi 7, Daði 5, Eiður 2, Gulli 2, Logi 2 og Yngvi 2, einnig spiluðu Bjarki, Jökull og Magni. Fannar og Pétur fóru ekki inná.

Seinni leikur laugardagsins var gegn Fjölnismönnum. Þetta varð hörkuleikur og ágætlega leikinn af báðum liðum. Okkar drengir leiddu með 3 stigum fyrir lokaleikhlutann, en náðu ekki að fylgja því eftir. Leikurinn endaði með 4 stiga tapi, 48-44. Vítanýting liðsins 4/13, eða 31%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Anton 13, Siggi 13, Daði 7, Jökull 4, Logi 4, Yngvi 2 og Magni 1, einnig spiluðu Eiður, Bjarki og Gulli. Pétur og Fannar fóru ekki inná.

Fyrsti leikur sunnudagsins var kl. 9 að morgni, eftir að strákarnir höfðu þurft að leggja af stað 2 tímum áður frá Hafnarfirði. Það tók nokkurn tíma að koma sér af stað, en okkar drengir leiddu með 1 stigi í hálfleik. Drengirnir sýndu allar sínar bestu hliðar í 3ja leikhluta og leiddu með 19 stiga mun eftir leikhlutann, þ.e. unnu leikhlutann 21-3. Leikurinn endaði síðan með öruggum 15 stiga sigri, 38-23. Vítanýting liðsins var 6/11 eða 55%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Daði 12, Anton 9, Yngvi 8, Siggi 4, Logi 4 og Magni 1. Allir fengu að spila í þessum leik.

Seinni leikur sunnudagsins var á móti FSU. Varnarleikur liðsins datt niður á nokkuð lágt plan, m.v. fyrri leiki. Við leiddum þó með 1 stigi í hálfleik og 2 stigum fyrir síðast leikhlutann. Þegar 5 mínútur voru eftir að leiknum var staðan 43-40 okkar drengjum í vil. En FSU átti síðustu 11 stigin og unnu því leikinn með 8 stiga mun, 51-43. Vítanýting liðsins var 7/13 eða 54%. Stigaskorið dreifðist eftirfarandi: Siggi 13, Anton 8, Daði 6, Logi 6, Bjarki 2 og Jökull 2, Fannar, Magni og Gulli spiluðu einnig, en Eiður og Pétur fóru ekki inná í þessum leik.

Við munum því spila í B riðli áfram í næsta fjölliðamóti, sem verður 12.-13. febrúar.

Saturday, November 27, 2010

Mæting seinni dagur

Það er mæting heima hjá bílstjóranum í fyrramálið kl. 7:00, lagt af stað ekki seinna en 7:10. Drengirnir skiptast á eftirfarandi bíla:

Marel Hörgsholti 35
- Magni
- Bjarki
- Pétur
- Siggi

Bragi Háukinn 6
- Logi
- Anton
- Daði
- Fannar Logi

Helena Suðurbraut 6
- Yngvi
- Gulli

Síðan endum við mótið á sundi, allir að muna eftir að taka sundfötin með.

Friday, November 26, 2010

Mæting í fyrramálið

Þá liggur fyrir að allir komast með. Það er mæting heima hjá bílstjóranum í fyrramálið kl. 8:20, lagt af stað ekki seinna en 8:30. Drengirnir skiptast á eftirfarandi bíla:

Marel Hörgsholti 35
- Magni
- Bjarki
- Logi
- Pétur
- Siggi

Gísli Móbarði 14
- Gulli
- Anton
- Daði
- Fannar Logi

Helena Suðurbraut 6
- Yngvi
- Gunnar

Þeir sem mæta beint eru Jökull og Eiður (fóru í dag)

Wednesday, November 24, 2010

Íslandsmótið í Borgarnesi næstu helgi

Næstu helgi fer fram Íslandsmótið í Borgarnesi. Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér gosdrykki eða sælgæti.

Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá.

Á sunnudaginn stefnum við á að fara í sund eftir síðasta leikinn, vona að sem flestir hafi tök á því að skella sér með í laugina.

Tuesday, November 23, 2010

Íslandsmót næstu helgi 27.-28. nóvember

Önnur umferð Íslandsmótsins verður haldin næstu helgi í Borgarnesi og verða leikirnir á eftirfarandi tímum.

Laugardagur 27. nóvember
10:30 Haukar - Reykdælir
12:30 Haukar - Fjölnir

Sunnudagur 28. nóvember
9:00 Haukar - Breiðablik
12:00 Haukar - FSU

Allir þeir sem æfa hafa verið valdir í liðið til að keppa um helgina. Einn hefur látið vita að hann komist ekki vegna ferðalags. Það eru því 13 strákar sem eru í liðinu um helgina. Foreldrar þurfa að keyra drengjunum í leikina og þurfum við að skipta dögunum á milli okkar. Ég fer á bíl báða dagana og get tekið 6 drengi með mér. Það þarf því a.m.k. 2 bíla í viðbót hvorn daginn fyrir sig, fyrir hina 7. Endilega setjið inn comment á þessa frétt ef þið foreldrar getið farið á bíl og einnig þeir sem vantar far.

Íslandsmót um helgina 27.-28. nóvember

Annað fjölliðamótið í Íslandsmóti 7. flokksins er nú um helgina. Það er því miður ekki enn búið að ganga frá staðsetningu mótsins. Ég mun setja inn upplýsingar um stað og tíma um leið og ég hef fengið upplýsingar um það.

Friday, November 19, 2010

Njarðvík heimsótti okkur í gær

Strákarnir fengu fínan æfingaleik í gær á móti Njarðvík, sem er eitt besta lið landsins í þessum flokki um þessar mundir. En Njarðvík vann A-riðilinn örugglega í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Okkar strákar voru að standa sig ágætlega gegn Njarðvíkingun og stóðu þeim ekki langt að baki. Ánægðastur var ég með kraftinn og baráttuna sem okkar drengir lögðu fram. Ef að sami kraftur heldur áfram á komandi æfingum, þá er ég ekki í vafa um að okkur eigi eftir að vegna vel í komandi keppnum.

Wednesday, November 17, 2010

Breyting á æfingaleiknum á morgun

Stjörnustrákarnir voru að boða forföll í leikinn á morgun, þar sem helmingur liðsins er í burtu (skíði og Reykir). Í staðinn ætla strákarnir úr Njarðvík að koma til okkar. Við tökum vel á móti þeim, frábært að þeir geti hlaupið í skarðið með dags fyrirvara. Æfingleikurinn er eins ákveðið hefur verið á Ásvöllum á æfingatíma 19:30-20:30.

Tuesday, November 16, 2010

Æfingaleikur 18. nóvember

Það verður æfingaleikur á Ásvöllum fimmtudaginn 18. nóvember á æfingunni kl. 19:30. Stjarnan úr Garðabæ kemur í heimsókn til okkar.

Saturday, November 13, 2010

Fjáröflun Körfuknattleiksdeildar Hauka

Til að mæta kreppunni þá efnir körfuknattleiksdeild Hauka til fjáröflunar þar sem allir félagar fá tækifæri til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til að vega upp tekjutap vegna minnkandi styrkja frá fyrirtækjum.

Nú seljum við hágæða WC pappír, eldhúspappír og hreinsipakka, allur ágóði sölunnar fer til að standa undir almennum rekstri deildarinnar.

Tveir söluhæstu einstaklingarnir fá í verðlaun iPod Nano 8GB af nýjustu gerð.
Skila þarf inn pöntunum fyrir 4. desember n.k. inná http://www.haukar.is undir Körfuknattsleikdeild og Skráning.

Upplýsingar um vörur:

WC rúllur Katrin Care
42 rúllur af hvítum pappír 50 metrar á rúllu (400 blaða)
Pakki kostar 3.800 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Eldhúsrúllur Katrin
32 rúllur af hágæðapappír 21 metri á rúllu
Pakki kostar 4.900 kr.
ATH merktur með umhverfismerkinu græna svaninum

Hreinspakki
Alhreinsir 750ml (Mystol spray)
WC hreinsir 1 ltr
Uppþvottalögur 1 ltr
Glerhreinsir 1 ltr
Pakki kostar 4.000 kr.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka

Wednesday, November 10, 2010

Minni á einstaklingsæfingarnar

Minni á einstaklingsæfingarnar á fimmtudögum kl. 15-16, næstu sem fara eru:

11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður

Breyting á æfingatíma, sunnudag 14. nóvember

Æfingin sunnudaginn 14. nóvember verður kl. 14:30-15:30 á Ásvöllum.

Monday, November 8, 2010

Kynning á reglum fyrir foreldra

Á fimmtudaginn 11. nóvember kl. 18 á verður kynning á körfuknattleiksreglum á efri hæðinni á Ásvöllum. Á þeim foreldrafundum sem haldnir hafa verið, var kallað eftir kynninum sem þessari, verið er að koma til móts við þær óskir. Seinna sama kvöld verður síðan leikur Hauka og ÍR, og verður frítt inn fyrir alla foreldra sem að mæta á kynninguna. Ég hvet alla til að mæta og um að gera að taka strákana með.

Æfingin fimmtudaginn 11. nóvember fellur því niður vegna leiksins milli Hauka og ÍR.

Sunday, November 7, 2010

Myndir frá íslandsmótinu

Eins og eflaust margir hafa tekið eftir, þá er búið að setja inn hlekk hér til hliðar á myndir af Íslandsmótinu sem fram fór í Rimaskóla. Albert (pabbi Brynjars) og Gulli (pabbi Antons) sáu um myndatökuna og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Hægt er að fara beint inn á myndasíðuna hér, http://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899.

Breyting á æfingatíma sunnudag 7. nóvember

Æfingin sunnudaginn 7. nóvember er kl. 14-15 í Hraunvallaskóla.

Sunday, October 31, 2010

Æfingin á fimmtudaginn fellur niður

Enginn æfing verður nk. fimmtudag vegna handboltaleiks í N1 deild meistarflokks karla.

Íslandsmót seinni dagur

Fyrri leikur dagsins var á móti Breiðabliki. Strákarnir sýndu sínar bestu hliðar í þessum leik og var munurinn kominn upp í 23 stig þegar mest var. Þeir hægðu þó aðeins á sér í lok leiksins, en öruggur sigur engu að síður, 50-36. Allir fengu tækifæri að koma inná í leiknum og þeir sem spila mest öllu jöfnu sátu meira á bekknum þegar að á leið leikinn. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Jökull 12, Anton 11, Magni 6, Eiður 5, Logi 4, Jason 4, Yngvi 4, Siggi 2, Daði 2

Seinni leikurinn var á móti Fjölni, sem var síðasti leikur mótsins og keppni um hvort liðið næði 2 sæti riðilsins. Leikurinn fór vel af stað og leiddu strákarnir eftir fyrsta leikhluta 5-0. Eftir það hrökk allt í baklás og Fjölnir komst í 21-7. Leikurinn endaði síðan með 9 stiga sigri Fjölnismanna eða 39-30. Stigaskorið skiptist eftirfarandi: Anton 8, Daði 6, Jökull 6, Siggi 5, Magni 2, Yngvi 2 og Logi 1.

Við enduðum í 3ja sæti riðilsins með 2 sigra og 2 töp eftir leiki helgarinnar. Margt var gott sem strákarnir gerðu um helgina og einnig margt sem hægt er að bæta. Varnarleikurinn var oftast góður, skiptingar á skrínum og hjálparvörn í góðu lagi, þó er tækifæri að bæta betur að stíga út í varnarfráköstunum. Sóknarleikurinn var stirður á móti Grindavík og Fjölni, en gekk að öðru leyti ágætlega, heilmikil tækifæri er að ná betri tökum á því hvernig við viljum spila sóknirnar okkar.

Takk fyrir fína helgi, sjáumst á æfingu á þriðjudaginn.

Saturday, October 30, 2010

Íslandsmót fyrri dagur

Nú er fyrri degi lokið í fyrsta fjölliðamóti Íslandsmótsins á þessum vetri. Í fyrsta leik mættum við Grindvíkingum og gekk okkur nokkuð brösulega í fyrsta leikhluta. Okkur fór þó að ganga betur þegar á leið og á tímabili leiddum við með 9 stiga mun. Grindvíkingar spiluð þó vel síðasta hluta leiksins og unnu leikinn með 3ja stiga mun 29-26. Heilt yfir var varnarleikurinn nokkuð góður, en sóknin nokkuð stirð. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 5, Daði 4, Yngvi 3, Siggi 2, Jason 2, Gulli 1 og Logi 1. Vítanýting liðsins var 40%, eða 4 ofan í af 10. Alls fóru 10 inná í leiknum, en auk fyrrgreindra 8 spiluðu Magni og Bjarki líka.

Seinni leikur dagsins var á móti Sindra, aftur fórum við hægt af stað og vorum 5 stigum undir eftir fyrsta leikhluta. Eftir það fór að ganga betur og leiddum við með 1 stigi í hálfleik. Í þriðja leikhluta lögðum við svo grunninn af sigrinum og leiddum með 10 stigum fyrir síðasta leikhlutann. Leikurinn endaði síðan með 15 stiga sigri, eða 34-19. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir baráttuna og varnarvinnuna í þessum leik. Í sókninni eigum við meira inni, sem við vonandi náum að kalla fram á morgun. Pétur og Gunnar spiluðu sinn fyrsta leik fyrir Hauka og óskum við þeim til hamingju með það, en þeir eru að byrja æfa körfubolta í fyrsta sinn nú í haust. Allir 15 leikmenn liðsins fengu að koma inná í þessum leik. Stigin skiptust eftirfarandi: Anton 8, Jökull 8, Logi 5, Jason 4, Siggi 3, Daði 2, Gulli 2, og Yngvi 2. Auk þeirra spiluðu Fannar Logi, Eiður, Magni, Pétur, Gunnar, Bjarki og Brynjar.

Á morgun eru síðan 2 hörkuleikir við Breiðablik og Fjölni.

Thursday, October 28, 2010

Fjölliðamót í Rimaskóla Grafarvogi

Núna um helgina tökum við þátt í Íslandsmóti 7. flokks drengja. Drengirnir þurfa að vera mættir og klæddir í keppnisbúninginn kl. 12:30 á laugardaginn í Rimaskóla, sem þýðir að mæta 10-15 mínútum fyrir þann tíma. Alls munu 14 drengir af 17 spila á þessu móti, en hinir 3 munu fá tækifæri síðar, en þessir 14 eru:

Anton
Bjarki Rafn
Brynjar Dagur
Daði
Eiður Andri
Fannar Logi
Guðlaugur
Jason
Jökull
Logi
Magni
Pétur
Sigurður Ægir
Yngvi Freyr

Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér pening, gosdrykki eða sælgæti.

Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá.

Leikirnir um helgina eru:
Laugardag
- kl. 13 Haukar - Grindavík
- kl. 16 Haukar - Sindri
Sunnudag
- kl. 11 Haukar - Breiðablik
- kl. 13 Haukar - Fjölnir

Foreldrar eru hvattir til að mæta og horfa á. Vanti einhverjum far í Grafarvoginn, ræðið þá við næstu foreldra eða mig.

Einstaklingsæfingar

Minni á einstaklingsæfingarnar á fimmtudögum kl. 15-16, næstu sem fara eru:

28.10 Yngvi og Gulli
4.11 Jökull og Logi
11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður
25.11 Jason og Gunnar

Tuesday, October 26, 2010

Vel heppnað skemmtikvöld

Nú er nýlokið vel heppnuðu skemmtikvöldi. Alls voru 15 strákar sem tóku þátt í Playstation og pizzakvöldi 7. flokks drengja. Að lokinni æfingu í Hraunvallaskóla var haldið heim til þjálfarans og fengið sér pizzur að borða. Síðan var sett upp mót í Playstation, þar sem keppt var í körfubolta og fótbolta. Sigurvegari kvöldsins var Brynjar, eftir æsispennandi úrslitaleik við Magna, Siggi lenti í 3ja sæti en tapaði þó engum leik. Það eru komnar inn myndir á myndasíðuna, sjá http://picasaweb.google.com/haukarkarfa9899/

Sunday, October 24, 2010

Playstation og pizza kvöld þriðjudaginn 26. október

Fyrirhugað skemmtikvöld verður nk. þriðjudag að heimili mínu Hörgsholti 35. Skemmtunin hefst strax eftir æfingu á þriðjudaginn eða um kl. 18:30 og lýkur kl. 21:00. Kostnaðurinn við kvöldið verður 500 kr. á hvern dreng og þeir þurfa líka að koma með sína eigin drykki.

Wednesday, October 20, 2010

Breyttur æfingatími sunnudaginn 24 okt

Æfingin 24. október verður í Hraunvallaskóla kl. 14-15, en þann sama dag fara fram 2 körfuboltaleikir fram á Ásvöllum:

17:00 Haukar - UMFN (Meistaraflokkur kvenna)
19:15 Haukar - Grindavík (Meistaraflokkur karla)

Tuesday, October 19, 2010

Playstation og pizza kvöld þriðjudaginn 26. okt

Þriðjudaginn 26. október verður Playstation og pizza kvöld heima hjá mér að Hörgsholti 35. Mæting á skemmtikvöldið er kl. 18:30 eða strax eftir æfinguna sem klárast kl. 18. Skemmtikvöldinu lýkur kl. 20:30. Ég mun setja inn nánari upplýsingar um kostnað og hvað má koma með mér sér þegar að nær dregur.

Sunday, October 17, 2010

Æfingin í dag

5 hressir drengir mættu á æfingu sem var snemma í morgun og stóðu sig vel. 1 lét vita að hann kæmist ekki, hefði kosið að sjá fleiri eða allavega fengið að vita ef einhver kæmist ekki.

Friday, October 15, 2010

Fjölliðamót 30.-31 október

Við hefjum leik í B-riðli sem leikinn verður í Rimaskóla í Grafarvogi, dagskrá helgarinnar samkvæmt heimasíðu KKÍ er eftirfarandi:

Laugardagurinn 30. október
Kl: 13:00 Haukar - Grindavík
Kl: 16:00 Haukar - Sindri

Sunnudagurinn 31. október
Kl. 11:00 Haukar - Breiðablik
Kl. 13:00 Haukar - Fjölnir

Nánari upplýsingar verða þegar nær dregur.

Thursday, October 14, 2010

Breyting á æfingatíma sunnudaginn 17. okt

Æfingin á sunnudaginn 17. október verður kl. 9:30-10:30 á Ásvöllum.

Tuesday, October 12, 2010

Íbúagáttin lokar 15. okt.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.

Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. október þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Monday, October 11, 2010

Æfingaleikur miðvikudaginn 13. okt kl. 18:30

Við spilum æfingaleik í Setbergsskóla á miðvikudaginn á móti 7. og 8. flokki stúlkna. Leikurinn hefst kl. 18:30, en strákarnir þurfa að vera tilbúnir þá klæddir í æfingaföt. Spilaður verður leikur í ca. klukkustund og síðan verður stutt æfing eftir leikinn sem lýkur kl. 20. (teygjur o.fl.)

Sunday, October 10, 2010

Haukar - Tindastóll á morgun 11.10 kl. 19:15

Strákarnir fengu 2 miða hver, á leikinn á morgun. Miðarnir eru fyrir foreldra eða aðra aðstandendur sem eru hvattir til að mæta með drengjunum. Strákarnir fá sjálfir alltaf frítt inn á leiki, þannig að miðarnir nýtast fyrir aðra. Drengirnir munu síðan ganga inn á völlinn með meistaraflokksleikmönnunum fyrir leik. Athugið að mæting á leikinn hjá strákunum er kl. 18:45.

Styrktaræfingar

Kristján Ómar styrktarþjálfari Hauka mætti í dag og fór í gegnum æfingar með strákunum. Þessar æfingar munum við gera vikulega á næstunni og strákarnir eru hvattir til að æfa sig líka heima. Mikilvægt er að ná góðum tökum á þessum æfingum og mun það hjálpa strákunum að ná lengra sem íþróttamenn.

Thursday, October 7, 2010

Æfing í kvöld (hún fellur ekki niður)

Æfingin í kvöld fellur ekki niður, eins og áður hefur komið fram á þessari síðu. Ástæðan er sú að handboltaleikurinn sem var á dagskrá í kvöld, var færður yfir á laugardaginn, þar sem hann á að vera í beinni í sjónvarpinu. Æfingin verður því á þeim tíma sem fram kemur í stundatöflunni, eða kl. 19:30 á Ásvöllum.

Wednesday, October 6, 2010

Haukar - Tindastóll 11. okt, 7. fl. ganga inná völlinn með liðinu

Mánudaginn 11. október er fyrsti heimaleikur Hauka í úrvalsdeildinni, en þá kemur Tindastóll í heimsókn. Strákarnir okkar í 7. flokki munu ganga inná völlinn með meistaraflokknum, allir sem eru að æfa með flokknum fá að vera með.

Æfingin fimmtudaginn 7. október fellur niður

Æfingin fimmtudaginn 7. október fellur niður, þar sem að handboltaleikur í N1 deild karla fer fram það kvöldið.

Sunday, October 3, 2010

Fyrirlestrar um næringu íþróttafólks

Næstu þrjá þriðjudaga verða næringafræðingafyrirlestrar Afreksskóla Hauka haldnir á Ásvöllum kl. 20:00. Fyrirlestrarnir eru ca. 40 mínútur og verða opnir öllum Haukafélögum sem hafa áhuga á því að fræðast um næringu íþróttafólks. Fyrsti fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 5. október. Framsetningin á efninu er þannig að þetta hentar vel krökkum/unglingum á aldrinum 8-15 ára. En auðvitað eru allir velkomnir.

Thursday, September 30, 2010

Einstaklingsæfingar næstu fimmtudaga

Einstaklingsæfingarnar hófust í dag og verða vikulega héðan í frá á fimmtudögum kl. 15-16 í Bjarkarhúsinu. 7. flokkur drengja mun senda 2 stráka hvern fimmtudag. Dagskráin er eftirfarandi:

30.9 Magni og Anton (Anton missti af æfingunni fyrir misskilning)
7.10 Anton og Siggi
14.10 Engin æfing, Ívar erlendis
21.10 Bjarki og Brynjar
28.10 Yngvi og Gulli
4.11 Jökull og Logi
11.11 Pétur og Fannar
18.11 Daði og Eiður
25.11 Jason og Henning

Ef einhver kemst ekki á ofangreindum tíma þá þarf að láta mig vita, svo við getum nýtt tímann fyrir aðra.

Breyting á æfingatíma sunnudaginn 3. október

Æfingin sunnudaginn 3. október verður kl. 14-15 í Hraunvallaskóla. Ástæða þess er að seinna þann dag verður evrópuleikur hjá meistaraflokki karla í handbolta á Ásvöllum.

Wednesday, September 29, 2010

Íbúagáttin - opin 1.-15. okt.

Minni á að þann 1. október opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna haustannar 2010 (sept. – des.) er til og með 15. október. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.

Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. október þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Friday, September 24, 2010

Foreldrafundurinn 22. september

Á fundinum sem fram fór þann 22. september fór formaður deildarinnar Samúel Guðmundsson yfir starfsemi deildarinnar, m.a. ýmsa þætti yfir áherslur barna- og unglingaráðs.
Helstu áherslur eru:
- Efla þjálfun
- Stuðla að virku foreldrastarfi
- Hlúa að afreksfólki
- Auka upplýsingaflæði til foreldra

Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari yngri flokkanna fór yfir sitt hlutverk og hvernig aðkoma hans að öðrum flokkum er. M.a.:
- Fyrirkomulag styrktarþjálfunar
- Einstaklingsæfingar sem verða 1x í viku, einkaþjálfun í körfubolta

Ég fór síðan yfir markmið og áherslur er lúta ð 7. flokki drengja, m.a.
- Að vera meðal fjögurra bestu á liða landsins í þessum flokki
- Að allir verði með góðan alhliða grunn í körfubolta
- Að hafa félagslega skemmtun nokkrum sinnum yfir veturinn
- Að æfingar verði skemmtilegar með áherslu á læra grunnatriði körfuboltans

Monday, September 20, 2010

Æfingaleikurinn við Stjörnuna í gær

Í gær spiluðum við æfingaleik við Stjöruna í Garðabæ. Við mættum með 12 manna lið, þar sem spilatíma var skipt nokkuð jafnt á milli allra leikmanna. Leikurinn endaði með sigri Stjörnumanna og nokkuð greinilegt að þeir eru komnir lengra í sínum undirbúningi fyrir veturinn. Okkar strákar eiga margt eftir ólært sem unnið hefur verið að á síðustu æfingum og verður gert áfram á komandi æfingum. Strákarnir eru þó áhugasamir og ég veit að þeir eiga eftir að ná tökum á því sem við erum að byggja upp og standa sig vel í vetur.

Friday, September 17, 2010

Foreldrafundur miðvikudaginn 22. september kl. 20:30

Haldinn verður foreldrafundur miðvikudaginn 22. september kl. 20:30, foreldrar eru hvattir til að mæta. Starfssemi deildarinnar verður kynnt, ásamt því að farið verður yfir fyrirkomulag vetrarins í 7. flokki drengja.

Tuesday, September 14, 2010

Æfingaleikur 19. september

Þann 19. september förum við í heimsókn til Stjörnurnar og spilum við þá æfingaleik. Leikurinn hefst kl. 16, þannig að það þarf að mæta tímanlega og vera klæddur tilbúinn að hita upp kl. 16. Allir sem æfa taka þátt í leiknum. Æfingin sem er skv. töflu kl. 17 á sunnudögum fellur því niður þann 19. september vegna æfingaleiksins.

Sunday, September 5, 2010

Fyrsta vikan liðin

Nú er fyrsta vikan liðin og 4 æfingar búnar. Á þessar æfingar hafa 12 strákar mætt og margir þeirra með 100% mætingu enn sem komið er.

Áherslan fyrstu vikuna hefur verið lögð á knattrak og má merkja strax framfarir í þeim æfingum sem lagðar hafa verið fyrir. Strákarnir hafa verið duglegir og lagt sig fram við æfingarnar.

Í næstu viku verða fáir á æfingunum, þar sem Hvaleyrarskóli er að fara í bekkjarferð, en helmingur þeirra drengja sem eru í 7. flokki fara í þessa ferð, alls 6 strákar.

Næstu 2 vikurnar verður lögð áhersla á skottækni og sóknarleik, ásamt því að stillt verður upp ýmsum leikjum er lúta að þessum atriðum.

Minni á blöðin sem dreift var á fyrstu æfingunum, ég á eftir að fá mörg þeirra til baka.

Saturday, August 28, 2010

Æfingar að fara af stað

Fyrsta æfing 7. flokks karla tímabilið 2010-2011 verður þriðjudaginn 31. ágúst í Hraunvallaskóla kl. 17. Töflu vetrarins má sjá hér vinstra megin á síðunni. Vona til að sjá sem flesta á fyrstu æfingunni.

kveðja,
Marel þjálfari

Friday, April 16, 2010

Ekki æfing laugardaginn 17.apríl

Það er ekki æfing á laugardaginn vegna fjölliðamóts hjá 8. flokki um helgina.

Sjáumst á miðvikudaginn kl. 17.00

Wednesday, March 31, 2010

Myndir af Íslandsmótinu í Njarðvík

Pabbi Magna (Marel) tók slatta af myndum á síðasta Íslandsmóti, sjá hlekk hér til hliðar.

Tuesday, March 30, 2010

Páskafrí

Síðasta æfing fyrir páskafrí verður miðvikudaginn 31. mars kl. 17.00.

Næsta æfing verður miðvikudaginn 7. apríl kl. 17.00.

Saturday, March 27, 2010

Haukar-Valur úrslitakeppni/Pizzuveisla

1. leikur úrslitakeppni 1. deildar verður á sunnudaginn 28. mars kl. 19.15, í hálfleik verður svo pizzuveisla fyrir minnibolta stráka.

Það þurfa allir að mæta í rauðum bolum og vera með trommusveitinni og hvetja Hauka til sigurs í þessum mikilvæga leik.

Semaj Inge er búinn að lofa að taka rosalega troslu í leiknum sem enginn má missa af, sjáumst allir hressi á sunnudaginn kl. 19.15

Friday, March 26, 2010

Stigaskor fjölliðamót 4

Stigaskor um helgina;

23 Anton
22 Jason
22 Jökull
15 Daði
12 Hilmar Smári
6 Yngvi
4 Logi
4 Magni
4 Bjarki
2 Hilmar P
0 Fannar Logi
0 Aron

Pizzuveisla verður líklega í hálfleik á 1. leik Hauka og Vals sem fram fer á sunnudaginn kl. 19.15, en þá verða allir að mæta í rauðum búningum og hvetja á fullu.

Thursday, March 25, 2010

Ekki æfing í dag

Víðistaðaskóinn er lokaður og enginn æfing í dag fimmtudaginn 25. mars, næsta æfing á föstudag kl. 15.00.

Saturday, March 20, 2010

Sunnudagur 21. mars

ÚRSLITAMÓT UM ÍSLANDSMEISTARATITIL
Mótið verður í Njarðvík og því þurfa foreldrar að keyra.

Mæting sunnudag 21. mars kl 8.10 á Ásvelli og röðum okkur í bíla
9.00 Haukar-Stjarnan
12.00 Haukar-Keflavík

-Komið heim ca. 13.30
-Taka með sér Haukabúning, skó, handklæði, vatnsbrúsa, holt nesti.
-Gos og salgæti er ekki leyfilegt.
-Allar nánari upplýsingar hjá Pétri þjálfara 897 7979

ÁFRAM HAUKAR!!!!!!

Friday, March 19, 2010

Laugardagur 20. mars

ÚRSLITAMÓT UM ÍSLANDSMEISTARATITIL
Mótið verður í Njarðvík og því þurfa foreldrar að keyra.

Þeir sem eiga að keppa um helgina eru
Anton
Daði
Jason
Magni
Yngvi
Logi
Jökull
Bjarki
Fannar Logi
Aron
Hilmar Smári
Hilmar Pétursson

Mæting laugardag 20. mars kl 12.00 á Ásvelli
13.00 Haukar-KR
15.00 Haukar-Njarðvík
Komið heim ca. 16.30

Taka með sér Haukabúning, skó, handklæði, vatnsbrúsa, holt nesti.
Gos og salgæti er ekki leyfilegt.
Allar nánari upplýsingar hjá Pétri þjálfara 897 7979
ÁFRAM HAUKAR!!!!!!

Wednesday, March 17, 2010

Leikjaniðurröðun á Íslandsmótinu

Mótið verður haldið í Njarðvík

Laugardagur
13.00 Haukar-KR
15.00 Haukar-Njarðvík

Sunnudagur
9.00 Haukar-Stjarnan
12.00 Haukar-Keflavík

Nánari upplýsingar koma síðar

Thursday, March 11, 2010

Ekki æfing föstudag og laugardag 12. og 13. mars

Æfingin föstudaginn 12. mars og laugardaginn 13. mars falla niður vegna fjölliðamóts í handbolta sem fer fram á æfingatíma drengjanna. Næsta æfing verður á miðvikudaginn 17. mars.

Það verður svo Íslandsmót helgina 20.-21. mars, verum duglegir að mæta á æfingar.

Tuesday, March 9, 2010

Auka Hummel söludagur

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að bjóða upp á auka söludag á Hummel fatnaði fimmtudaginn 11. mars kl. 17:00-20:00 á Ásvöllum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið endilega samband við Guðbjörgu, íþróttastjóra, í síma 525-8702/861-3614.

Thursday, March 4, 2010

Ekki æfing laugardaginn 6.mars

Vegna Icesave-kostninga verður ekki æfing næsta laugardag þar sem Ásvellir verða lokaðir. Næsta æfing verður á miðvikudag.

Stutt í úrslitamótið því verðum við að vera duglegir að mæta á æfingar, við stefnum á að gera betur en í fyrra þá enduðum við í 4.sæti, stefnum á 3ja sætið ef það næst þá bíð ég öllum í pizzuveislu.

Monday, March 1, 2010

Hummel söludagur Hauka

Nú er komið að söludögum Hauka á Hummel íþróttafatnaði. Gerður var þriggja ára samningur við Hummel í haust.

Söludagarnir verða á Ásvöllum:
Mánudaginn 1. mars kl. 17:00-20:00
Þriðjudaginn 2. mars. kl. 17:00-20:00
Miðvikudaginn 3. mars. kl. 17:00-20:00

Verð á íþróttafatnaði:
Körfuknattleiksbúningur (buxur og treyja) 9.500
Haukagalli (buxur og jakki) 8.990
Haukapeysa 6.400
Haukavindjakki 8.990
*Innifalið í verði eru merkingar þ.e. Haukamerki, keppnisnúmer og logo samstarfsaðila.

Foreldrar/forráðamenn mæta á Ásvelli, panta það sem vantar og greiða við pöntun. Tekið er við peningum, debetkortum og kreditkortum. Hægt er að skipta greiðslum sé þess óskað. Ef verslað er fyrir 30.000 eða meira fæst 5% afsláttur.

Foreldrar/forráðamenn fá fatnaðinn afhendan á Ásvöllum, afhendingarferlið tekur 2-3 vikur. Þaðan þarf að fara með keppnistreyju og merkja hana með keppnisnúmeri (innifalið í verði) á þar til gerðum stað (verður komið á hreint við afhendingu). Þeir sem vilja geta sett nafn barnsins aftan á búninginn og/eða á annan íþróttafatnað en það mun vera á eigin kostnað.

Hægt er að sjá fatnaðinn á þessari síðu: http://haukar.is/hummel/koerfuknattleiksdeild eða á Ásvöllum en þar eru allur fatnaðurinn til sýnis fram að söludögum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hafið endilega samband við Guðbjörgu, íþróttastjóra, í síma 525-8702/861-3614.

Friday, February 26, 2010

Ekki næg þátttaka á Nettómótið

Við förum ekki á Nettómótið núna þetta ár, það voru aðeins 4 sem skráðu sig. Við verðum duglegir að æfa og mætum á úrslit Íslandsmótsins sem verður eftir 3 vikur.

Wednesday, February 24, 2010

Nettómót

Aðeins 2 hafa skráð sig á Nettómótið, ef ekki fleirri skrá sig fyrir æfingu á fimmtudag sendum við ekkert lið.

Skrá sig á peturi@haukar.is ef þið ætlið á mótið.

Sunday, February 21, 2010

Nettómótið í Reykjanesbæ 6.-7. mars

Nettómótið fer fram í Reykjanesbæ hefst að morgni 6. mars og mótslit kl. 13:30 þann 7. mars. Vil ég biðja þá sem ætla að taka þátt að skrá sig á peturi@haukar.is. Þátttökugjaldið fyrir þetta mót er 5.200 kr. og greiðist þegar mætt er á svæðið.

Innifalið í mótsgjaldi:
• Bíóferð - fyrir krakka 8 til 11 ára verður myndin Old dog´s sem er bráðfyndin gamanmynd.
• Frítt verður í Vatnaveröld ‐ sundmiðstöð
• Hádegismatur á laugardag
• Kvöldmatur á laugardag
• Kvöldvaka og glaðningur
• Kvöldhressing á laugardagskvöld
• Gisting
• Morgunmatur á sunnudag
• Hádegismatur á sunnudag – pizzuveisla frá Langbest
• Verðlaunapeningur
• Vegleg gjöf í mótslok í tilefni 20. ára afmæli mótsins
• Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar verður boðið uppá margskonar afþreyingu t. d. hoppukastala, körfubolta, fótbolta, folf (frisbee‐gólf) og margt fleira. Um er að ræða 7.840m² leiksvæði.

Strákarnir munu gista aðfaranótt sunnudags í Reykjanesbæ, við munum fá skólastofu til þess að gista í. Gott væri að hafa nokkra úr hópi foreldra til að gista með, ef þið hafið áhuga vinsamlegast látið mig þá vita.

Ég reikna með að við verðum með 2 lið á mótinu, fer eftir þátttöku. Þannig að í hverju liði verði ekki meira en 1-2 skiptimenn. Ég verð með niðurnelgda dagskrá þegar að nær dregur. Þeir foreldrar sem hafa tök á að aðstoða okkur Hauk í þessu, vinsamlegast látið mig vita.

Ég mun setja nánari upplýsingar síðar um hvað taka þarf með sér, hvenær leikirnir fara fram og aðra þætti sem eru á dagskrá helgarinnar. Hvet ykkur til að skoða blogsíðu mótsins, til að kynna ykkur nánar þá dagskrá sem fer þar fram á þessari helgi.

http://nettomot.blog.is/blog/nettomot/

Tuesday, February 16, 2010

Æfing á miðvikudag kl.16.00

Æfing á miðvikudag er kl. 16.00 ekki 17.00, láta alla vita. Það verður svo líklega æfingaleikur á fimmtudag við Ármann í Víðistaðaskóla kl. 16.00.

Muna æfing kl. 16.00 á miðvikudag.

Monday, February 15, 2010

Íbúagáttin lokar í dag 15.febrúar

Kæru foreldrar

Minni á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki. Frestur til að staðfesta þátttöku vegna vorannar 2010 (jan. – maí) er til og með 15. febrúar. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300. Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. febrúar þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Friday, February 12, 2010

Íbúagáttin lokar 15.febrúar

Kæru foreldrar
Minni á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.

Frestur til að staðfesta þátttöku vegna vorannar 2010 (jan. – maí) er til og með 15. febrúar. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.
Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. febrúar þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Wednesday, February 10, 2010

Ekki æfing fimmtudaginn 11.febrúar

það fellur niður æfing í Víðistaðaskóla kl. 16.00 vegna grunnskólahátíðar, næsta æfing á föstudag kl 15.oo

Tuesday, February 9, 2010

Stigaskor fjölliðamót 3

Stigaskor leikmanna um helgina:

Jökull 28
Daði 24
Jason 21
Anton 20
Yngvi 12
Logi 8
Siggi 6
Bjarki 4
Gulli 2
Aron 2
Fannar 0

Monday, February 8, 2010

Úrslit leikja um helgina

Eftir helgina er það ljóst að við keppum um Íslandsmeistara-titilinn, þrátt fyrir að tapa 3 leikjum og gera 1 jafntefli þá voru úrslit í leikjunum hagstæðari hjá okkur en Fjölni sem féll í b-riðil.

Hér má sjá úrslitin:
Haukar-KR 29:59
Haukar-Njarðvík 34:62
Haukar-Keflavík 30:33
Haukar-Fjölnir 36:36

Við þurfum svo að vera duglegir að æfa okkur fyrir úrslita mótið sem verður 20.-21. mars, en við eigum mjög góða möguleika á að lenda í 3ja sæti en við enduðum í 4ða sæti í fyrra.

Stigaskor leikmanna kemur síðar.

Saturday, February 6, 2010

Sunnudagur 7.febrúar

Mótið verður í Njarðvík og því þurfa foreldrar að keyra.

Mæting sunnudag 7. febrúar kl 8.15 í Ásvelli

9.00 Haukar-Keflavík
12.00 Haukar-Fjölnir

Komið heim ca. 13.30

Taka með sér Haukabúning, skó, handklæði, vatnsbrúsa, holt nesti.
Gos og salgæti er ekki leyfilegt.

Allar nánari upplýsingar hjá Pétri þjálfara 897 7979

ÁFRAM HAUKAR!!!!!!

Friday, February 5, 2010

Laugardagurinn 6. febrúar

Mótið verður í Njarðvík og því þurfa foreldrar að keyra.

Þeir sem eiga að keppa um helgina eru
Anton
Daði
Jason
Yngvi
Siggi
Logi
Jökull
Bjarki
Fannar Logi
Aron
Ísak

Mæting laugardag 6. febrúar kl 12.00 í Ásvelli
13.00 Haukar-KR
15.00 Haukar-Njarðvík
Komið heim ca. 16.30

Taka með sér Haukabúning, skó, handklæði, vatnsbrúsa, holt nesti.
Gos og salgæti er ekki leyfilegt.

Allar nánari upplýsingar hjá Pétri þjálfara 897 7979
ÁFRAM HAUKAR!!!!!!

Wednesday, February 3, 2010

Æfing á fimmtudag!

Æfingin verður kl. 17.00 fimmtudaginn 4. febrúar í Víðistaðaskóla. Ekki 16.00 eins og venjulega.

Allir að mæta, mót um helgina.

Íbúagáttin opin til 15.febrúar

Kæru foreldrar

Minni á að þann 1. febrúar opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki.Frestur til að staðfesta þátttöku vegna vorannar 2010 (jan. – maí) er til og með 15. febrúar. Gáttin er aðeins opin einu sinni á þessu tímabili.

Með staðfestingu í gegnum Íbúagáttina samþykkir forráðamaður barns að Hafnarfjarðarbær greiði viðkomandi félagi niðurgreiðsluna vegna þátttöku barnsins í námskeiði á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um íþrótta- og tómstundastyrkina eru í Íbúagáttinni, www.hafnarfjordur.is , en einnig hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585-5500 og hjá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar í síma 555-2300.

Einnig er hægt að hringja í íþróttastjóra félagsins og fá nánari upplýsingar s: 525-8702. Minni á að ef viðkomandi staðfestir ekki á tímabilinu 1.-15. febrúar þá kemur greiðsluseðill fyrir upphæðinni á viðkomandi fjölskyldu.

Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka

Tuesday, February 2, 2010

Mót mb 11 ára

næsta mót verður um næstu helgi 6.-7. febrúar í Njarðvík.

Laugardagur
13.00 Haukar-KR
15.00 Haukar-Njarðvík

Sunnudagur
9.00 Haukar-Keflavík
12.00 Haukar-Fjölnir

Allir að vera duglegir að mæta á æfingar í þessari viku.

Friday, January 29, 2010

Ekki æfing á laugardag

Æfing á laugardag fellur niður vegna móts á Ásvöllum, næsta æfing eftir það á miðvikudaginn kl. 17.00.

Minni ykkur á að næsta mót er 6.-7. febrúar sem er eftir eina viku, svo endilega allir að vera duglegir að mæta á æfingar.

Monday, January 25, 2010

Þjálfarinn veikur

Þjálfarinn fór í svínaflensu sprautu á föstudag. Varð bara fárveikur og svaf alla laugardagsæfinguna af mér.

Næsta æfing er miðvikudag kl.17.00 á Ásvöllum

Monday, January 11, 2010

Næsta æfing

Næsta æfing verður á miðvikudaginn kl. 17.00 á Ásvöllum, allir að mæta.

Það er hægt að sjá æfingatíma hérna til vinstri.

Saturday, January 9, 2010

Foreldrafundur mánudaginn 11. janúar

Mánudaginn 11. janúar kl. 18:30 verður haldinn foreldrafundur á 2. hæð á Ásvöllum.

Farið verður yfir breytingar á æfingatíma og hvað er framundan. Vill ég hvetja sem flesta að mæta og taka þátt í starfinu með okkur.

Eins mun æfingin á mánudag kl 16.30 falla niður.