Thursday, December 22, 2011
Jólafrí og næstu æfingar
miðvikudaginn 28. desember. kl. 20-22 Bjarkarhús
föstudaginn 30. desember kl. 15:30 Bjarkarhús
Æfingar á nýju ári hefjast svo 4. janúar skv. töflu.
Tuesday, December 20, 2011
Mæting á æfingar
Friday, December 16, 2011
Breyttur æfingatíma sunnudaginn 18. des
Wednesday, December 14, 2011
Opnar æfingar 21. og 22. desember (Uppfært)
Thursday, December 8, 2011
Foreldra- og fjölskylduæfing þriðjudaginn 13. desember
Wednesday, December 7, 2011
Æfingaleikurinn á móti Grindavík
Leikurinn á móti Grindavík fór ekki sérstaklega vel af stað hjá okkur og Grindavík náði góðu forskoti, komst m.a. í 14-2. Sóknarleikurinn í fyrsta leikhluta var stirður, sem og að vítanýtingin var slök, en fyrstu 6 vítin sem við fengum fóru forgörðum. Vörnin var þó góð og við náðum aðeins að saxa niður muninn áður en leikhlutinn var allur. Í öðrum leikhluta var sóknarleikurinn mun betri, við hlupum kerfið mjög vel og fengum auðveldar körfur eftir það. Baráttan í fráköstunum var með eindæmum góð, sem skilaði okkur mörgum aukaskotum og munurinn á milli liðanna minnkaði jafnt og þétt. Í þriðja leikhluta héldum við þessum góða leik áfram og þegar að um 5 mínútur voru eftir þá leiddum við leikinn með 5 stigum. Grindavík átti þó lokaorðið og settu niður nokkrar stórar körfur og unnu leikinn að lokum með 4 stiga mun.
Ég vil hrósa strákunum fyrir hvernig þeir spiluðu þennan leik. Það lögðu sig allir vel fram og börðust eins og ljón. Við sóttum mörg sóknarfráköst sem skiluðu okkur mörgum stigum. Varnarleikurinn var góður allan leikinn. Sóknin gekk vel að fyrsta leikhluta undanskildum, þar sem að leikkerfið skilaði mörgum körfum, sem og þegar að við komum boltanum inn í á stóru mennina og hlaupum í gegn til að fá sendingu.
Friday, December 2, 2011
Breyttur æfingatími sunnudaginn 4. desember
Wednesday, November 30, 2011
Söludagur Errea
Sunday, November 27, 2011
Æfingaleikur frestast um viku
Friday, November 25, 2011
Æfingaleikur við Grindavík 28. nóvember
Thursday, November 24, 2011
Haukar - Tindastóll í kvöld
Thursday, November 17, 2011
Afmælisjólabingó
Nú bjóðum við alla stórfjölskylduna velkomna í sunnudagskaffi og bingó. Fjöldi stórglæsilegra vinninga fyrir alla fjölskylduna. Meðal vinninga er gjafabréf á Hótel Hvolsvöll, Gjafbréf í Go kart, Sælgætiskröfur frá Góu, Bensínúttekt frá Olís, Gjafbréf frá Carita snyrtingu, Jólahlaðborð á Fjörukránni, Gjafabréf frá Hress, vinningar frá Fjölsport, Gjafabúðinni Glugganum, Hjólaspretti, út að borða frá fjölda veitingastaða og margt margt fleira
Spjaldið kostar 500 kr. og hægt er að fá 4 spjöld á 1.500 kr.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir
Breyttur æfingatími næstu helgi
Wednesday, November 16, 2011
Íslandsmótið á Akureyri 12.-13. nóvember
Fyrsti leikurinn var á móti heimamönnum frá Akureyri. Drengirnir okkar byrjuðu leikinn vel og leiddu eftir fyrsta fjórðung 12-6, áfram jókst munurinn og í hálfleik var staðan 20-11. Strákarnir voru að spila vel, bæði í vörn og sókn. Áfram héldum við góðum leik og má segja að úrslitin hafi verið ráðin eftir þrjá leikhluta, en þá var munurinn kominn upp í 19 stig eða 36-17. Við slökuðum helst til mikið á í fjórða leikhluta, en engu að síður öruggur 16 stiga sigur eða 41-25. Stigaskorið var eftirfarandi: Anton 17 (1/1 í vítum), Kári 7 (1/2 í vítum), Logi 6, Daði 5, Magni, 2, Gulli 2 og Eiður 2. Það fengu allir 13 strákarnir að spila í þessum leik. Vítin voru ekki mörg í þessum leik, en vel nýtt 2 af 3 ofan í eða 67%.
Næsti leikur var á móti Sindra sem mættu grimmir til leiks og gerðu okkur erfitt fyrir. Sindramenn leiddu eftir fyrsta fjórðung 7-11 og juku muninn í þeim næsta og hálfleikstölurnar voru 11-19, lítð að ganga upp í okkar sóknarleik. Áfram var sóknarleikurinn stirður og okkur gekk illa að vinna upp forskot þeirra, en staðan að þriðja leikhluta loknum var 21-28. Í fjórða leikhluta náðum við hins vegar að sýna betri leik og skoruðum fyrstu 7 stig leikhlutans og jöfnuðum leikinn 28-28 og aftur var jafnt 34-34. En lengra komumst við ekki Sindramenn áttu síðustu körfuna og unnu leikinn 34-36. Stigaskorið var eftirfarandi: Yngvi Óskars 7 (1/2 í vítum), Logi 7 (3/4 í vítum), Daði 5, Magni 4, Kári 4 (1/4 í vítum), Bjarki 2, Eiður 2, Jökull 2 og Anton 2 (0/4 í vítum). Vítanýtingin var okkur dýrkeypt í þessum leik, en það fóru eingöngu 5 af 14 ofan í eða 36%.
Fyrri leikur sunnudagsins var á móti Val. Sóknaleikurinn var stirður í fyrsta leikhluta og okkur gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna. Valur leiddi með 6 stiga mun eða 4-10. Allt annað var að sjá leik okkar í öðrum leikhluta og við náðum að komast yfir og leiða með 1 stigi í hálfleik eða 14-13. Seinni hálfleikur var mun betri í þriðja leikhluta náðum við að auka muninn í 5 stig eða 22-17. Sigurinn var síðan aldrei í hættu í fjórða leikhluta og endaði leikurinn 35-25. Stigaskorið var eftirfarandi: Kári 13 (1/4 í vítum), Daði 4 (1/2 í vítum), Anton 4 (0/2 í vítum), Eiður 2, Jökull 2, Gulli 2, Logi 2 og Magni 2. Vítanýtingin var 2 af 8 eða 25%.
Þegar hér var komið við sögu var ljóst að sigurvegarinn úr síðasta leiknum myndi vinna riðilinn og koma sér upp um riðil. Nú var komið að því að mæta sameiginlegu liði Skallagríms og Reykdæla, sem spila undir merkjum þess síðar nefnda. Leikurinn var jafn í fyrsta leikhluta, og nánast jafnt á öllum tölum, leikhlutinn endaði 9-10 andstæðingunum í vil. Í öðrum leikhluta komust við yfir 11-10, en eftir það hrökk allt í baklás. Reykdælir gengu á lagið og skoruðu næstu 10 stigin og leiddu því í hálfleik 11-20. Áfram héldu Reykdælir að bæta við forskotið í upphafi þriðja leikhluta og komust í 12-24. Þá kom ágætur kafli hjá okkur, þar sem við skoruðum 7 stig á móti 2 og leikhlutinn endaði 19-26, 7 stiga munur. Í fjórða leikhluta náðum við að minnka muninn í 6 stig en nær komust við ekki. Reykdælir skoruðu síðustu 6 stig leiksins og unnu leikinn 22-34. Stigaskorið var eftirfarandi: Yngvi Óskars 8, Daði 5 (0/4 í vítum), Logi 3 (1/4 í vítum), Anton 2 (2/4 í vítum), Kári 2 og Bjarki 2. Vítanýtingin var ekki góð eða 3 ofaní af 12 eða 25%.
Heildarstigaskorið er því eftirfarandi:
Anton 25 (3/11 í vítum, 27%)
Kári 25 (3/10 í vítum 30%)
Daði 19 (1/6 í vítum 17%)
Yngvi Óskars (1/2 í vítum 50%)
Logi 18 (4/8 í vítum 50%)
Magni 8
Eiður 6
Bjarki 4
Jökull 4
Guðlaugur 4
Á heildina litið voru strákarnir að standa sig vel varnarlega, enda erum við ekki að fá okkur nema mest 36 stig í leik. Sóknarleikurinn hefur hins vegar oft verið betri og færin sem við fengum vorum við ekki að nýta vel. Heildarvítanýtingin var einnig slök eða 12 ofan í af 37 eða 32%. Áherslur næstu vikurnar eru því augljósar, sóknarleikur, víti og skot eru hlutir sem við þurfum að leggja rækt við.
Wednesday, November 9, 2011
Akureyri 12.-13. nóvember
- Keppnisbúning (rauðar stuttbuxur og bol) (ATH ég mæti líka með búninga)
- Íþróttasokka fyrir báða dagana
- Körfuboltaskó
- Vatnsbrúsa
- 6.500 kr.
- Handklæði
- Tannbursta+tannkrem
- Svefnpoka/sæng+kodda
- Dýnu
- Spil, bók eða annað afþreyingarefni
- Holt nesti fyrir hádegismat, síðdegishressingu á laugardeginum + morgunmat og hádegismat á sunnudegi (t.d. skyr, jógúrt, samlokur, svala, safar, ávextir). Sælgæti er ekki í boði.
Monday, November 7, 2011
Litla Björk
Saturday, November 5, 2011
Æfingaleikurinn við Grindavík fellur niður
Thursday, November 3, 2011
Frítt á leikinn föstudagskvöld
Æfingaleikur við Grindavík 7. nóvember
Æfingaleikurinn við KR
Wednesday, November 2, 2011
Breytingar á æfingatöflu
Ástæðan fyrir þessari breytingu er að koma til móts við þann hóp sem æfir bæði körfubolta og fótbolta. Samhliða þessu verður föstudagsfótboltaæfingin hjá ´98 strákunum færð til kl. 17. Það verður því ekkert mál fyrir fótboltastrákana að hætta korter fyrr til að geta náð báðum æfingunum. Geri líka ráð fyrir því að þeir séu velkomnir á fótboltaæfinguna korter eftir að hún byrjar, Freyr veit af þessum hópi sem æfir líka körfubolta.
Sunday, October 30, 2011
Leik Hauka og KFÍ frestað
Friday, October 28, 2011
Æfingaleikur
Íslandsmótið 12-13 nóvember
Aukaæfing á laugardaginn í stað sunnudags.
Wednesday, October 19, 2011
Breyttur æfingatími í þessari viku
Monday, October 17, 2011
Körfuknattleiksbúningar - söludagur 20. október kl. 17-19
Nánari upplýsingar hjá íþróttastjóra
Æfingin í dag 17. október
Sunday, October 16, 2011
Uppgjör helgarinnar
Friday, October 14, 2011
Tilkynning frá Íþróttastjóra
Á morgun laugardag lokar íbúagáttin á miðnætti.
Einnig vil ég minna þá á sem ekki hafa greitt æfingagjöldin að ganga frá því sem fyrst.
Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu þá getum við ekki endurgreitt úr íbúagáttinni.
Ef ykkur vantar aðstoð við að ganga frá gjaldinu þá endilega hafið samband á gudbjorg@haukar.is eða í síma 525-8702.
Wednesday, October 12, 2011
Stykkishólmur 15.-16. október
- Keppnisbúning (rauðar stuttbuxur og bol)
- Íþróttasokka fyrir báða dagana
- Körfuboltaskó
- Vatnsbrúsa
- 3.200 kr.
- Sundföt
- Handklæði
- Tannbursta+tannkrem
- Svefnpoka/sæng+kodda
- Dýnu
- Spil, bók eða annað afþreyingarefni
- Holt nesti fyrir hádegismat, síðdegishressingu á laugardeginum + morgunmat og hádegismat á sunnudegi (t.d. skyr, jógúrt, samlokur, svala, safar, ávextir) Sælgæti er ekki í boði en það má koma með 1 gosdrykk fyrir laugardagskvöldið.
Tuesday, October 4, 2011
Errea söludagar Hauka
Söludagur verður á Ásvöllum:
Fimmtudaginn 6. október kl. 17:00-19:00
Verð á íþróttafatnaði: Börn Fullorðnir Körfuknattleiksbúningur (buxur og treyja) 8.990 9.490 (með merkingum, Haukamerki, númer og logo)
Foreldrar/forráðamenn mæta á Ásvelli, panta það sem vantar og greiða við pöntun. Tekið er við peningum, debetkortum og kreditkortum.
Foreldrar/forráðamenn fá fatnaðinn afhendan á Ásvöllum, afhendingarferlið tekur 2 vikur. Þeir sem vilja geta sett nafn barnsins aftan á búninginn og/eða á annan íþróttafatnað en það mun vera á eigin kostnað.
Sunday, October 2, 2011
Íslandsmótið, 15-16 október
Leikreglur 8. flokks, tekið af vef kki.is
Leiktími: 4 x 8 mínútur, hálfleikur skal vera 5 mínutur og hlé milli 1. og 2. leikhluta sem og milli 3. og 4. leikhluta skal vera 1 mínúta. Í fyrri hálfleik er leikklukkan ekki stöðvuð. Ekki er heimilt að taka leikhlé í fyrri hálfleik og engar innáskiptingar leyfðar. Eitt leikhlé er á hvort lið er leyft í seinni hálfleik. Að öðru leyti skal leikið eftir leikreglum FIBA hverju sinni.
Í 8. flokki karla er einungis heimilt að leika maður á mann vörn, en á eigin sóknarhelmingi má leika hvaða vörn sem er. Verði lið uppvíst að því að spila ólöglega vörn skal stöðva leikinn og aðvara þjálfara brotlega liðsins. Við endurtekin brot skal dæma tæknivillu (B) á þjálfara brotlega liðsins.
Ef lið notar 10 leikmenn í 8. aldursflokki í fyrri hálfleik fær það bónusstig. Þannig fær lið 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir tap.
Leika skal með bolta nr. 6, (kvennabolta) á stórar körfur.
Það lið er Íslandsmeistari sem flest stig hlýtur í A-riðli í síðustu umferð.
Æfingin í dag féll niður
Íbúagáttin opin 1.-15. október
Kæru forráðamenn
Í gær 1.október opnaði íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar og er opin til 15. október.Til þess að fá niðurgreiðsluna endurgreidda þá þurfið þið að fara þarna inn og merkja við ykkar félag og grein.
Minni á að hver iðkandi getur fengið endurgreiðslu fyrir tvær greinar.
Einnig langar okkur að minna ykkur á að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda en frestur til þess er fram yfir helgi.
Með íþróttakveðju, íþróttastjóri
Thursday, September 29, 2011
Sunday, September 25, 2011
Æfingin í dag fellur niður
Thursday, September 15, 2011
Kæru forráðamenn
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem eru búnir að skrá sig og ganga frá gjöldum. Þetta er mikilvægt fyrir starfið okkar og ykkar. Þá vil ég hvetja þá sem ekki eru búnir að ganga frá gjöldum að gera það sem fyrst. Frestur til að ganga frá greiðslu gjalda er 1. okt.
Við erum að taka í gagnið nýtt skráningarkerfi sem hjálpar okkur að halda utan um allar skráningar og greiðslu gjalda þannig að öll skráning/greiðsla gjalda fer í gegnum haukar.is.
Þeir sem notuðu kerfið í sumar þegar þeir skráðu í íþróttaskóla Hauka þurfa ekki að skrá aftur inn iðkendur heldur fara inn á því lykilorði sem þau bjuggu til í sumar.
1. Farið er á heimasíðunni okkar haukar.is.
2. Hægra megin á síðunni er gulur kassi sem í stendur „Skráning í vetrarstarf Hauka“.
3. Farið þar inn og byrjið á því að gera „nýskráning“.
4. Veljið ykkur lykilorð sem þið notið síðan í hvert skipti sem farið er þarna inn.
5. Skráið alla ykkar iðkendur inn með því að gera „Nýr iðkandi“ og fylla þar út upplýsingar.
6. Nú getið þið skráð í flokka og gengið frá greiðslu.
Þeir sem eru með kreditkort geta klárað skráningu/greiðslu gjalda á netinu, hinir hafa samband við íþróttastjóra og hafa tvo valmöguleika:
1. Millifæra á reikning Hauka (upplýsingar hjá íþróttastjóra).
2. Greiðsluseðill – hægt er að skipta gjaldinu hér í 6 greiðslur.
Niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar eru sem hér segir:
Fyrir 6-12 ára 1.700 á mánuði (knattspyrna fær 12 mánuði, handbolti og körfubolti 9 mánuði)
Fyrir 13-16 ára 2.550 á mánuði (þær greinar sem eru allt árið fá 12 mánuði í endurgreiðslu)
Endurgreiðslurnar verða millifærðar annaðhvort á kreditkort forráðamanna eða endurgreitt á reikning, fer eftir hvernig gjöldin eru greitt. Endurgreitt er eftir hvert tímabil þ.e. gáttin eru opin frá 1.-15.okt, 1.-15.feb. og 1.-15.júlí – eftir hvert tímabil göngum við frá endurgreiðslu.
Frestur til að skrá og ganga frá greiðslu gjalda er 1. okt.
Allar upplýsingar varðandi æfingagjöld og niðurgreiðslu er á haukar.is undir „Æfingagjöld“, hægra megin á síðunni. Æfingagjöld eru heildargreiðslur þ.e. forráðamenn eiga eftir að fá niðurgreitt sem þeir fá eftir hvert tímabil.
Með Haukakveðju,Guðbjörg Norðfjörð
gudbjorg@haukar.is
s: 525-8702
Wednesday, September 7, 2011
Kæru Haukafélagar
Haukar munu viðhafa þá nýbreytni þetta árið að hafa opið hús þar sem forráðamönnum gefst kostur á því, meðal annars, að ganga frá greiðslu æfingagjalda í barna og unglingastarfinu.
Takið því frá föstudaginn 9. september n.k. frá kl. 17:30 til 20:30 eða laugardaginn 10.september n.k. frá kl. 10:00 til 14:00.
Á þessum dögum munum við kynna starfssemi Hauka. Við munum starfrækja sérstakt Hauka kaffihús í tilefni dagsins þar sem veitingar eru ókeypis. Ykkur er því öllum boðið í vöfflur með rjóma og kakó/kaffi.
Á sama tíma getið þið gengið frá æfingagjöldum vegna komandi starfsárs. Haukar hafa tekið í gagnið nýtt skráningarkerfi þar sem allir geta gengið frá æfingagjöldum á netinu. Kerfið var notað í rekstri sumarskólans og reyndist mjög vel, þannig að nú mun sama kerfi vera notað vegna æfingagjalda. Hægt er að ganga frá greiðslu eða greiðsludreifingu á staðnum og hvetjum við fólk til að gera það.
Á sama tíma munum við kynna samstarf N1 og Hauka varðandi bensínkort, en allir Haukar sem skrá sig í hóp 398 hjá N1 fá 5 krónu afslátt á hverjum eldsneytislítra auk þess að fá afslátt á þjónustuvörum. N1 kortið er ávísun á verulegan sparnað fyrir Haukafélaga og það kostar ekkert að fá sér kort og engar skuldbindingar um viðskipti. Menn einfaldlega nota kortið ef það er hagkvæmt fyrir viðkomandi. Á sama tíma styðjið þið við bakið á starfsemi Hauka. Við minnum einnig á N1 bensínstöðina við Ásvelli.
Haukar hafa einnig skrifað undir samstarfssamning við tryggingafélagið TM og þeir sem hafa áhuga á að fá tilboð í betri verð í tryggingum geta komið því í framkvæmd á staðnum.
Haukar í horni er félagsskapur stuðningsmanna Hauka og það eiga allir stuðningsmenn að vera í þeim ágæta félagsskap. Á opna húsinu verður kynning á þessu starfi enda er þessi stuðningur mikilvægur fyrir Hauka.
Haukar bjóða ykkur því hjartanlega velkomin á opið hús föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september n.k.
Við sjáum vonandi sem flesta.
Áfram Haukar
.
Friday, September 2, 2011
Foreldrafundur mánudaginn 5. september
Tuesday, August 16, 2011
Æfingar hefjast 29. ágúst
Thursday, June 2, 2011
Kominir í sumarfrí
Thursday, May 26, 2011
Æfingaleikur við Stjörnuna
Sunday, May 15, 2011
Wednesday, May 11, 2011
Sumaræfingar
Æfingabúðir kkd. Hauka sumarið 2011
Árgangar 1998, 1997 og 1996 – Drengir og stúlkur.
10 vikna körfuboltabúðir á vegum kkd. Hauka verða sumarið 2011. Tvær inniæfingar verða í hverri viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00 – 17.30, og tvær styrktaræfingar í viku á mánudögum og fimmtudögum.
Æfingar byrja strax er skóla lýkur, mánudaginn 6 júní og standa til föstudagsins 19 ágúst. Frí verður í kringum verslunarmannahelgina, frá fimmtudeginum 28 júlí til mánudagsins 8 ágúst.
Áhersla verður á einstaklingsæfingar og einblýnt á grunnhreyfingar, svo sem fótahreyfingar, sóknarstöðu, drippl, skot og margt fleira. Iðkendum verður líka kennt betra hugarfar á æfingum og keppni og hvernig á að undirbúa sig undir æfingar og leiki og farið í næringarfræðslu.
Yfirþjálfarar verða Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari kkd. Hauka og Helena Sverrisdóttir atvinnumaður í körfubolta. Ívar hefur mikla reynslu sem þjálfari, hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalið í efstu deild, A landslið kvenna og yngri landslið Íslands. Helena er ein besta körfuknattleikskona Íslands frá upphafi og hefur verið að spila með frábærum árangri með háskólaliðinu TCU í Bandaríkjunum, var í nýliðavali WNBA og er nýbúinn að skrifa undir samning við eitt besta lið Evrópu í kvennaboltanum og er það mikill fengur að fá hana til þess að kenna á þessu námskeiði. Styrktaræfingarnar mun Kristján Ómar Björnsson sjá um en hann hefur mikla reynslu og góða menntun á þessu sviði. Kristján Ómar hefur séð um styrkaræfingar hjá yngri flokkum Hauka síðasta vetur og er einnig kennari á Keili. Það er mjög mikilvægt að vinna í að auka styrk og liðleika krakka á þessum aldri og hefur Kristján Ómar gert einstaklega góða hluti með yngri flokkana og því er það mikill akkur að hafa hann á þessu námskeiði. Auk þessa verða aðrir þjálfarar úr þjálfarateymi Hauka á námskeiðinu.
Kostnaður vegna þessa námskeiðs er 15.000 kr. fyrir allar 10 vikurnar eða einungis 1.500 kr. vikuna. Auk þess þarf að skrá iðkendur á íbúagáttina fyrir 3ja tímabil ársins sem verður í byrjun júní.
Þetta er mjög metnaðarfullt verkefni hjá kkd. Hauka og ætti að gera okkar flokka enn betri í að ná þeim markmiðum sem deildin stefnir að með sína iðkendur.
Friday, April 29, 2011
Engin æfing sunnudaginn 1. maí
Tuesday, April 26, 2011
Fjölskylduæfing og foreldrafundur
Á hefðbundnum tíma eða kl. 19:30 verður fjölskyldu- og foreldraæfing. Ég vil hvetja foreldra, bræður og systur drengjanna í 7. flokki að mæta á æfinguna. Farið verður í skemmtilega skotleiki og keppni sett upp á milli foreldra og drengjanna. Mæta þarf í íþróttafatnaði og helst með innanhússkó. Vonandi að sem flestir geti mætt.
Wednesday, April 13, 2011
Æfingaleikur 16. apríl
Körfuboltabúðir Hauka um Páskana
Kostnaður við búiðirnar eru 4.000 kr.
Thursday, April 7, 2011
Afmælisdagur Hauka 12. Apríl
Þriðjudaginn 12. apríl fagnar knattspyrnufélagið Haukar 80 ára afmæli. Dagskrá verður á Ásvöllum þann dag fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 17.00 – 22.00
Kl: 17.00 – 19.00 Barnaskemmtun - Haukafjör
Barnaskemmtun fyrir aldurshópinn 12 ára og yngri þar sem þjálfarar úr öllum deildum kenna öll trikkin – atriði úr Fúsa froskagleypir –Kiddi Óli úr Sönglist – Freyr töframaður- Dans frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – blöðrur - kaka - fjör
Kl: 19.30 – 22.00 Afmæliskaffi og heiðursviðurkenningar
Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ungt Haukafólk spilar á hljóðfæri og dansarar frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans. Afmæliskaka og kaffi fyrir allt Haukafólk
Kl: 20.00 – 22.00 Unglingaball í Veislusalnum Ásvöllum
Nú er komið að afmælisfjöri fyrir 7.-10. bekk DJ: Bóbó og Elín Lovísa og Kristmundur úr söngkeppni framhaldsskólanna 2010 skemmta.
Maður er manns gaman – mætum öll og fögnum 80 ára afmæli félagsins okkar
Wednesday, April 6, 2011
Breytingar á dagskrá næstu daga
Thursday, March 31, 2011
Æfingin á sunnudaginn 3. apríl kl. 11:30
Afmælishlaup Hauka 9. apríl
Staður og tímasetning
Hlaupið verður haldið laugardaginn 9. apríl kl. 11:00. Hlaupið verður frá Ásvöllum heimastöðvum HAUKA í Hafnarfirði. Hlaupið er almenningshlaup, ætlað allri fjölskyldunni og hentar ungum sem öldnum.
Hlaupinn verður einn km fyrir hvern áratug sem liðinn er frá stofnun HAUKA. Hlaupið hefst árið 1931 og komið verður í mark árið 2011.
Vegalengdir
- 8 km með tímatöku.
- 3 km án tímatöku.
Leiðarlýsing
8 km hlaupið verður ræst frá Ásvöllum og hlaupið um Vallarhverfið í Hafnarfirði og til baka (nánari leiðarlýsing er væntanleg).
3 km hlauparar verða ræstir frá Ásvöllum og hlaupinn þægilegur hringur sem endar á Ásvöllum (nánari leiðarlýsing er væntanleg).
Flokkaskipting
8 km hlaup
- 14 ára og yngri
- Eldri en 14 ára
3 km hlaup
Engin flokkaskipting
Verðlaun
Allir keppendur í bæði 3 km og 8 km hlaupunum sem ljúka hlaupi fá verðlaunapening.
Verðlaun verða veitt í 8 km hlaupi fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í báðum flokkum.
Skráning
Frítt er í hlaupið af tilefni 80 ára afmælis HAUKA
Forskráning fer fram hér á www.hlaup.is
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að fá á antonm@simnet.is
Nánari upplýsingar verða birtar á bloggsíðu Skokkhóps HAUKA þegar nær dregur og hér á hlaup.is
Monday, March 28, 2011
Íslandsmótið í Kórnum
Haukar - Fjölnir 45-35: Okkur gekk erfiðlega að finna leiðina að körfu Fjölnis til að byrja með, en vörnin var nokkuð góð. Kári opnaði setti svo fyrstu körfuna okkar, svona í tilefni 13 ára afmælisins síns, en þetta eru fyrstu stig Kára á íslandsmótinu. Fjölnir leiddi með 10 stiga mun í hálfleik eða 8-18. Í seinni hálfleiknum gekk sóknarleikurinn aðeins betur og náðum við að minnka munin í 18-22. Í þeirri stöðu hrökk þeirra besti maður í gang og setti niður þrjár 3ja stiga körfur og jók muninn í 11 stig, 20-31, sá munur hélst síðan út leikinn. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 10, Daði 7, Yngvi (Óskars) 6, Siggi 4, Bjarki 2, Gunnar 2, Logi 2 og Kári 2. Vítanýting liðsins var 40% eða 4/10.
Haukar - KRb: 32-34: Eins og í fyrsta leiknum þá var sóknarleikurinn ekki að ganga vel. Strákarnir voru þó duglegir og sóttu mörg sóknarfráköst, en skotin voru ekki að detta niður, staðan í hálfleik 14-16. Í seinni hálfleik vorum við ávallt skrefinu á eftir og vantaði herslumuninn til að geta jafnað og komist yfir í lok leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 15, Daði 7, Siggi 4, Bjarki 2, Jökull 2 og Logi 2. Vítanýting liðsins var ekki nema 26% eða 6/23, og má segja þar hafi farið dýrmæt stig sem að hefðu getað fært okkur sigur í þessum leik.
Haukar - Breiðablik 45-25: Leikurinn var jafnari en lokatölur gefa til kynna. Í hálfleik munaði 7 stigum, en fyrri hálfleikur endaði 15-22. Við hófum seinni hálfleikinn vel og minnkuðum muninn í 3 stig 19-22. En þá skildu leiðir, Breiðablik skorar næstu 8 stigin og breyta stöðunni í 19-30. Sá munur hélst síðan, þangað til leikurinn endar á því að Blikar skora síðustu 11 stig leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Logi 8, Siggi 7, Daði 3, Anton 3, Yngvi (Óskars) 2 og Gulli 2. Vítanýting liðsins var 50% eða 6/12.
Haukar - Reykdælir 47-34: Í þessum leik tókum við frumkvæðið strax frá fyrstu mínútu og létum forystuna aldrei af hendi allan leikinn. Staðan í hálfleik var 20-13 og munurinn síðan smá jókst allt til loka leiksins. Stigaskor drengjanna var eftirfarandi: Anton 11, Yngvi (Óskars) 10, Logi 9, Siggi 6, Magni 4, Daði 2 og Gulli 1. Vítanýting liðsins var 57% eða 4/7.
Heildarstigaskor og vítanýting helgarinnar var eftirfarandi:
Anton 39 stig, 30% vítanýting, 6/20
Logi 21 stig, 0% vítanýting, 0/2
Siggi 21 stig, 30% vítanýting 3/10
Daði 19 stig, 83% vítanýting 10/12
Yngvi (Óskars) 18 stig, 0% vítanýting 0/2
Bjarki 8 stig, 0 % vítanýting 0/4
Magni 4 stig, ekkert víti
Gulli 3 stig, 50% vítanýting 1/2
Kári 2 stig, ekkert víti
Jökull 2 stig, ekkert víti
Gunnar 2 stig, ekkert víti.
Þó svo að Íslandsmótinu sé nú lokið, þá eru mikilvægar vikur framundan hjá strákunum. Nú er tími til að æfa vel þau atriði sem við erum veikastir fyrir í hver og einn. Þannig að þegar það kemur að næsta tímabili, þá verðum við ennþá sterkari. Það verða skipulagðar æfingar til um miðjan maí mánuð. Nú munu strákarnir einnig skipta um bolta, en á næsta tímabili spila þeir með stærri bolta og þann bolta ætlum við að byrja nota núna á æfingunum sem eru framundan.
Thursday, March 24, 2011
Íslandsmót mars 2011
Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér gosdrykki eða sælgæti.
Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá. Það eiga allir að vera tilbúnir 30 mín fyrir leik.
Tuesday, March 22, 2011
Snæfell - Haukar, sætaferðir
Sunday, March 20, 2011
Miðar á leikinn á morgun
Haukar - Snæfell
Friday, March 18, 2011
Íslandsmótið 26.-27. mars í Kórnum
Búið er að raða niður leikjunum og verða þeir eftirfarandi:
Laugardagur
kl. 11:00 Haukar - Fjölnir
kl. 13:00 Haukar - KRb
Sunnudagur
kl. 11:00 Haukar - Breiðablik
kl. 14:00 Haukar - Reykdælir
.
Thursday, March 17, 2011
Breyting á æfingatíma sunnudaginn 20. mars
Wednesday, March 16, 2011
Thursday, March 10, 2011
Mætum á leikinn í kvöld 10.mars kl. 19:15, engin æfing
Wednesday, March 2, 2011
Leiðrétting, það er æfing á morgun 3. mars
Afmælisbingó og bollukaffi
Meðal vinninga er sælulykill á Hótel Örk, 20.000 kr. bensínúttekt frá ÓB, gjafakort frá Hress, Fjölsport, Partý búðinni, Go-Kart, o.fl.
Út að borða frá fjölda veitingastaða, ísveisla frá Vesturbæjarís og margt margt fleira. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
ATH þeir drengir sem vilja fá frí á æfingu til að taka þátt í bingóinu fá frí eða geta mætt á æfingu eftir að bingói lýkur.
Breytingar á æfingum
Thursday, February 24, 2011
Bikarhelgi á Ásvöllum
Lau kl. 10 Gulli og Pétur
Lau kl. 12 Daði og Siggi
Lau kl. 14 Daði og Siggi
Lau kl. 16 Bjarki og Anton
Lau kl. 18 Bjarki og Anton
Sun kl. 10 ?
Sun kl. 12 Magni og Gulli
Sun kl. 14 Magni og Gulli
Sun kl. 16 Magni og Gulli
Sunday, February 20, 2011
Lasertag þriðjudaginn 1. mars
Sunday, February 13, 2011
Íslandsmótið í Grindavík
Fyrsti leikur laugardagsins var á móti KR. Leikurinn fór mjög vel af stað og leiddum við 10-3 eftir fyrsta leikhluta og 16-9 í hálfleik. Í seinni hálfleik töpuðust nokkrir boltar á upphafsmínútum og við fórum á taugum. KR-ingarnir breyttu stöðunni úr 16-9 í 22-30 í þriðja leikhluta, eða unnu leikhlutann 21-6. Þeir héldu síðan uppteknum hætti og unnu síðasta leikhlutann 25-6 og stórsigur 55-28 og niðurstaðan því 27 stiga tap, þrátt fyrir að hafa leitt með 7 stigum í hálfleik. Ljósi punkturinn í þessum leik er að Gunnar var að skora sitt fyrsta stig á Íslandsmóti, en hann hann kom inná í lok leiksins og setti niður 1 víti. Til hamingju Gunnar. Stigaskor leikmanna var eftirfarandi: Siggi 9, Yngvi 8, Daði 5, Magni 4 og Logi 2
Annar leikur laugardagsins var á móti Grindavík. Við lentum undir eftir fyrsta leikhluta, en þá leiddu Grindvíkingar 10-6. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 17-12 Grindavík í vil. Okkur gekk erfiðlega að saxa á forskot Grindvíkinga og vorum 10 stigum undir þegar að þriðja leikhluta lauk, 28-18. Grindvíkingar kláruðu síðan leikinn 46-30. Stigaskor leikmanna var eftirfarandi: Siggi 12, Yngvi 5, Eiður 4, Bjarki 4, Gulli 2 og Logi 2.
Þess er vert að geta að Anton gat ekki spilað með okkur leikina á laugardeginum og var hans sárt saknað, hann kom þó aftur inn í hópinn á sunnudeginum og spilaði báða leikina.
Þriðji leikur helgarinnar var á móti Reykdælum og áttum við harma að hefna frá mótinu í Borgarnesi þegar að við töpuðum fyrir þeim þar. Leikurinn fór rólega af stað og leiddum við leikinn eftir fyrsta leikhluta 6-4. Strákarnir tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 16-8. Reykdælir tókst aldrei að ógna okkar forskoti eftir það og jukum við muninn upp í 13 stig fyrir loka leikhlutann eða 28-15. Leiknum lauk síðan með öruggum sigri okkar eða 38-21. Varnarleikur, fráköst og barátta drengjanna til mikilla fyrirmyndar, sem skóp þennan sigur. Stigaskor leikmanna var eftirfarandi: Siggi 16, Yngvi 8, Anton 6, Magni 4, Daði 3 og Eiður 1.
Lokaleikurinn var á móti FSU, en eins og á móti Reykdælum þá töpuðum við fyrir þeim í Borgarnesi. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og staðan að honum loknum var 9-9. Mikill kraftur kom með drengjunum sem spiluðu annan leikhluta og náðu þeir forskoti áður en flautað var til hálfleiks, 19-13. Munurinn eftir það jókst síðan jafnt og þétt, 29-19 eftir þriðja leikhluta og endaði 42-25. Stigaskor leikmanna var eftirfarandi: Daði 10, Siggi 8, Magni 6, Anton 5, Logi 4, Jökull 4, Yngvi 3 og Eiður 2.
Alls tóku 15 strákar þátt í mótinu með okkur um helgina, Yngvi Freyr Óðinsson og Kári Ketilsson voru að spila sitt fyrsta mót og óskum við þeim til hamingju með það. Það fengu allir 15 strákarnir að spreyta sig, en eins og alltaf þá fá menn að spila mis mikið. Það eru þó allir hluti af liðinu og taka þátt í hvetja liðið sitt áfram og fagna þeim sem vel gengur.
Strákarnir eiga mikið hrós fyrir hvernig þeir mættu til leiks á sunnudeginum eftir 2 slæm töp daginn áður. Þeir rifu sig upp, sýndu mikla baráttu og sigurvilja og voru vel að þessum sigrum komnir. Varnarleikurinn, baráttan, fráköstin og frammistaðan í heild sinni til mikillar fyrirmyndar.
Vítanýting okkar var sérstaklega slæm og hefur ekki verið verri í vetur. En við hittum einungis úr 11 af 47 vítum eða 23%. Eitthvað sem við þurfum að taka á, á næstu æfingum.
Heildarstigaskor helgarinnar var eftirfarandi: Siggi 45, Yngvi 24, Daði 18, Magni 14, Anton 11, Logi 8, Eiður 7, Bjarki 4, Jökull 4, Gulli 2 og Gunnar 1
Saturday, February 12, 2011
Íslandsmótið í Grindavík, fyrri dagur
Thursday, February 10, 2011
Íslandsmótið 12. og 13. febrúar fer fram í Grindavík.
Drengirnir þurfa að taka með sér nesti til að snæða á milli leikja, ávöxt og/eða samloku og svo vatn (eða annan drykk). Ekki er heimilt að taka með sér gosdrykki eða sælgæti.
Mæta þarf með búningana sína með sér, fyrir þá sem ekki eiga búning, þá mun ég verða með búning fyrir þá. Það eiga allir að vera tilbúnir 30 mín fyrir leik.
Niðurröðun leikja er eftirfarandi:
Laugardagur 12. febrúar
14:00 Haukar - KR b
16:00 Haukar - Grindavík
Sunnudagur 13. febrúar
10:00 Haukar - Reykdælir
12:00 Haukar - FSU
Áfram Haukar
Wednesday, February 9, 2011
Breyting á æfingatíma nk. fimmtudag
Monday, January 31, 2011
Æfingar þessa viku
Ég verð fjarverandi frá miðvikudegi til og með sunnudags í vikunni. Í fjarveru minni mun Óskar Freyr Pétursson (pabbi Yngva) stýra æfingunum á miðvikudag í Setbergsskóla 19-20 og á sunnudaginn kl. 17-18:15 á Ásvöllum. Það verður engin æfing á fimmtudag vegna leiks Hauka og Fjölnis í Iceland Express deild karla. Ég hvet alla drengina til að mæta á leikinn á fimmtudaginn.
Saturday, January 29, 2011
Æfingar falla niður
Íslandsmótið 12. og 13. febrúar
Laugardagur 12. febrúar
14:00 Haukar - KR b
16:00 Haukar - Grindavík
Sunnudagur 13. febrúar
10:00 Haukar - Reykdælir
12:00 Haukar - FSU
Tilkynning
Hafnarfjarðarbær hefur boðað lækkun á niðurgreiðslu æfingagjalda 16 ára og yngri fyrir árið 2011. Þar sem Hafnarfjarðarbær hefur ekki skilað frá sér hversu stór hluti skerðingin er þá sjáum við okkur ekki fært á öðru en að innheimta full æfingagjöld fyrir vorönn 2011. Okkur þykir miður að fara þessa leið en teljum það óhjákvæmilegt miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag.
Hægt verður að skipta greiðslum í allt að 6 mánuði með því að hafa samband við íþróttastjóra félagsins á gudbjorg@haukar.is eða í s: 525-8702.
Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að leita til bæjarins með endurgreiðslu.
Við getum því miður ekki sagt til um hvenær endurgreiðslur verða þar sem greiðslur til okkar hafa dregist verulega.
Við viljum hvetja forelda til að nýta sér íbúagáttina sem er opin frá 1.-15. feb. samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum í dag. Einnig viljum við benda á að einungis þeir sem sækja um á íbúagáttinni eiga rétt á niðurgreiðslum.
Með von um jákvæða samvinnu,
Guðbjörg Norðfjörð
Íþróttastjóri Hauka
Thursday, January 27, 2011
Körfuboltadagur KKÍ
Dagskrá hátíðarinnar:
14.00 Opnun hátíðarinnar í Smáralind
- Afmæliskaka í boði fyrir alla gesti
- Jóel Sæmundsson körfuboltamaður og leikari tekur við stjórninni og stýrir dagskrá og viðburðum.
14.10 Körfuboltastöðvar
leikmenn Iceland Express deilda sprella með gestum og gangandi.
- víti, drippl, skot, stinger, sendingar og fleira fyrir krakka til að prufa
14.30 Leikmenn úr Iceland Express deildum karla og kvenna sýna listir
- 3ja-stiga keppni milli sigurvegara Stjörnuleiks karla og kvenna
- Keppt í einfaldri þrautabraut á tíma
15.00 Formleg setning afmælisársins
Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður heldur stutta tölu og kynnir árið, happdrættið og fleiri viðburði á árinu og setur afmælishátíðina og afmælisárið.
15.15 Latibær kemur í heimsókn
15.45 Körfuboltastöðvar halda áfram
- víti, drippl, skot, stinger, sendingar og fleira fyrir krakka til að prufa
17.00 Formlegri dagskrá lýkur
Að auki verða plaköt gefin, Playstation kassar með NBA Jam leiknum verður á staðnum fyrir gesti að prófa svo eitthvað sé nefnt.
Wednesday, January 19, 2011
Sunnudagsæfingin 23. janúar fellur líka niður
Tuesday, January 18, 2011
Æfingin fimmtudaginn 20. janúar fellur niður
ATH það er búið að seinka leiknum til kl. 20:00
.
Saturday, January 15, 2011
Thursday, January 6, 2011
Stökkkraftur
- Anton (42 cm)
- Eiður (41 cm)
- Brynjar Dagur og Magni (38 cm)
Aðrir voru þar skammt á eftir.
Tuesday, January 4, 2011
Þrettándagleði og frítt á leikinn
Dagskráin byrjar fyrr því kl. 18:00 hefst Þrettándagleði á Ásvöllum með tilheyrandi gleði, söng, dansi og flugeldasýningu. Því tilvalið fyrir fjölskyldur að eiga skemmtilegt kvöld saman.
Æfingin sem vera átti þetta kvöld fellur niður.
Saturday, January 1, 2011
Fyrsta æfing á nýju ári
Æfingin á fimmtudag 6. janúar fellur niður vegna leiks hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Leikurinn hefst 19:45, hvet alla til að mæta og styðja strákana.
Æfingin sunnudaginn 9. janúar fellur einnig niður, vegna Actavis mótsins.